spot_img
HomeFréttirNorðmenn unnu Finna í opnunarleik NM kvenna

Norðmenn unnu Finna í opnunarleik NM kvenna

15:52
{mosimage}

 

Fyrsti leikurinn á Norðurlandamóti kvenna í körfuknattleik fór fram í dag þegar mættust Noregur og Finnland. Norðmenn komu nokkuð á óvart og lögðu Finna 60-66 en fyrirfram var talið að Finnar og Svíar væru með sterkustu liðin á mótinu. Mótið fer fram í Gentofte í Danmörku.

 

Norðmenn leiddu allan leikinn með litlum mun en Finnum tókst ekki að brjóta ísinn þrátt fyrir spennandi lokasprett. Kristina Tattersdill var stigahæst í liði Norðmanna með 20 stig og 9 fráköst en hjá Finnum var Sandra Valikoski með 21 stig og 8 fráköst.

 

Næsti leikur er viðureign Svía og Dana sem hefst núna á slaginu 16:45 en íslenska liðið leikur sinn fyrsta leik á morgun, einmitt gegn Svíum kl. 14:30 að íslenskum tíma.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -