spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaNökkvi Már til Þróttar

Nökkvi Már til Þróttar

Þróttur Vogum hefur náð samningum við Subway deildar lið Grindavíkur um að Nökkvi Már Nökkvason leiki með liðinu það sem eftir er af yfirstandandi tímabili. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum sínum.

Nökkvi er að upplagi úr Grindavík, en lék á síðasta tímabili með Þrótti í annarri deildinni. Þar fór liðið alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Ármanni.

Þróttur er sem stendur í efsta sæti deildarinnar enn taplausir eftir fyrstu 17 leiki deildarkeppninnar, en það verður svo skorið úr um hvaða lið fer upp í fyrstu deildina í úrslitakeppni.

Nökkvi er 23 ára gamall bakvörður sem leikið hefur fyrir Grindavík, Þrótt og Snæfell ásamt því að á sínum tíma hafa verið hluti af yngri landsliðum Íslands.

Fréttir
- Auglýsing -