spot_img
HomeFréttirNokkur lið bera víurnar í Sigurð

Nokkur lið bera víurnar í Sigurð

 
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur í körfubolta, stendur nú í erfiðum ákvörðunum vegna tilboða sem berast til hans fyrir næsta tímabil. Bæði Grindavík og KR hafa skotið að Sigurði tilboði en hann stóð sig frábærlega í úrslitakeppninni nú í vor. www.vf.is greinir frá.
„Ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir gagnvart tilboðunum en þetta kemur bara allt í ljós,“ sagði Sigurður í samtali við Víkurfréttir í dag.
 
Birgir Már Bragason, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur sagðist vona til þess að Sigurður myndir verða áfram hjá Keflavík. „Við höfum auðvitað boðið honum áframhaldandi samning og vonumst við til þess að þetta klárist fyrir helgi. Það eru vonandi meiri líkur en minni,“ sagði Birgir.
 
Mynd/ Sigurður Gunnar Þorsteinsson í baráttunni með Keflavík.
 
Frétt: www.vf.is  
Fréttir
- Auglýsing -