spot_img
HomeFréttirNokkuð öruggur sigur Snæfells á Hamri(Umfjöllun)

Nokkuð öruggur sigur Snæfells á Hamri(Umfjöllun)

01:44

{mosimage}

Hamarsmenn komust loks yfir heiðar sem hefur ekki verið sjálfsagt mál á þessum árstíma og í þessu æðislega veðri sem herjar á okkur ,,Víkinga norðurhafsins” en frá örófi alda hafa menn barist í ýmsu í ýmsum veðrum og ekki er baráttan síðri í dag í Iceland Express-deild karla þar sem í Stykkishólmi mættust heimamenn í Snæfell og Hamar frá Hveragerði.


Snæfellingar sáu að það er betra líf án Steve og sigruðu síðast Stjörnuna í deild og Njarðvík í bikar. Þeir fengu Marek Krala til reynslu sem var ekki með í kvöld og samkvæmt
textalýsingu Stykkihólmspóstsins er hann ekki það sem Snæfell leitar að. Hamar eru neðstir og eru eflaust ekki sáttir þar og vilja sanna veru sína í deildinni og eiga von um að halda sér uppi. Þeir hafa tapað mjög naumt síðustu tvo leiki á móti Fjölni og Grindavík og eru hungraðir í sigur. Dómarar voru þeir þrælmögnuðu Sigmundur Már Herbertsson og Erlingur Snær Erlingsson. En nóg um það ,,Game on”.

{mosimage}

Leikurinn byrjaði af yfirvegun en Snæfell setti strax í góða vörn og voru komnir í 15-6 eftir 4.mín og Ágúst þjálfari Hamars tók leikhlé. Eftir smá forskot Snæfells komu Hamarsmenn aðeins undirbúnari inn í leikinn og hleyptu Snæfelli ekki lengra frá sér en voru að sama skapi að síga örlítið á þar sem sóknartilburðir Snæfells voru litlir undir lok 1. hluta. Staðan 24-21 fyrir Snæfell og Kotila lét vel í sér heyra í hléinu.

Nicholas King, 14 stig í fyrri, fór fyrir sínum mönnum í stigaskori og sallaði niður stigum til að halda sínum mönnum með í leiknum. Illa gekk hjá Snæfellingum í sóknartilburðum sínum og Hamars menn komust upp að hlið þeirra og voru að selja sig vel í að vera með. Hamarsmenn stríddu Snæfellingum mikið og fengu strákar sem minna fá að spreyta sig tækifæri hjá Snæfelli eins og afmælisdrengurinn Guðni, Gunnlaugur og Daníel. Hlynur 14 stig og Justin (11) fóru fyrir sínum mönnum í skori en lítið bar á frákastahlið Snæfellinga. Hamarsmenn voru að stuða Snæfellinga á köflum og staðan í leikhléi 49-41 eftir 3 hjá Justin í lokin.

{mosimage}

3. hluti byrjaði nokkuð eins og 2. endaði og var jafnræði sitt á hvað en basl á báðum liðum og einnig nokkur hiti í leikmönnum. Snæfellingar riðu þó á vaðið og tóku góðann kafla sem setti leikinn í 67-50 með hröðum bolta og þristum þar sem Katholm átti góðann sprett. Hamarsmenn settu upp pressu í lok hlutans og varð villu auðið. Lítið var markvert annað í þessum hluta og menn að gera sig klára í lokahlutann með stöðuna 71-57.

Hamar héldu áfram að pressa og kom lítið úr þeim lið hjá þeim. Siggi Þorvalds og Viðar Hafsteins fengu tæknivillu hvor fyrir einhvern barning. Snæfellingar sýndu stórskemmtilegann sóknarleik og bættu stöðu sína 84-63 eftir 4 mín með sprett kafla og góðri vörn. Snæfellingar voru duglegir í villusöfnun í leiknum og Hlynur fékk sína 4. þegar um 5 mín voru eftir og voru aðrir 5 leikmenn með 3 villur hver. Einnig hjá Hamri voru King og Svavar Pálsson með 4 hvor. Hamar voru að keyra á 7 leikmönnum heilt yfir á meðan Snæfell átti fleiri leikmenn til að rótera og virtist sem að munurinn væri þarna á liðunum í lokin þegar Snæfellsmenn voru komnir með um 20 stiga forskot 90-70.

Erfitt var það hjá Hamri undir lokin með þessa stöðu og heimamenn leyfðu öllum að spreyta sig. Staðan í lok leiks var 98-80 fyrir heimamenn í Snæfell sem sýndu styrk sinn í seinni hálfleik.

{mosimage}

Hjá Snæfelli var Justin með 23 stig , 9 stoð og 5 stolna. Siggi 17 stig. Hlynur með 17 stig, 10 fráköst. Katholm 16 og Slobodan 14.

Hjá Hamar var King með 24 stig og 9 fráköst. Roni Leimu með 17 stig. Moniak 13, Svavar Páls 12, Lárus 10 stig og 8 stoðsendingar.

Gangur leiksins: 0-2, 3-2, 11-4, 15-6, 21-12, 24-21, 26-23, 31-27, 35-27, 40-37, 49-41, 54-43, 58-46, 61-48, 67-50, 71-57,  84-63, 88-68, 90-70, 96-75, 98-80.

Tölfræði leiksins

Texti og myndir: Símon B. Hjaltalín

Fréttir
- Auglýsing -