Það var ekki mikið um dýrðir í leik Keflavíkur og Hamars þegar liðin mættust í Dominosdeild kvenna í dag. Lokastaða eftir 40 mínútur, 69:54 heimasætunum í Keflavík í vil. Keflavík leiddi með 8 stigum í hálfleik, 32:24.
Sem fyrr segir var leikurinn ekkert gríðarlega áferða fallegur að fylgjast með. Mikið af mistökum og yfir 40 tapaðir boltar milli liðana segja þá sögu til enda. En Hamarsstúlkur voru að gera vel framan af leik og héldu í við Keflavík. Þær náðu að teika þar í raun allt fram á fjórða og síðasta fjórðung þar sem Keflavík tók öll völd og silgdi sigrinum í land nokkuð örygglega. Keflavík voru líkt og flestir vita án Carmen Tyson Thomas og einnig var Birna Valgarðsdóttir í borgaralegum klæðum þar sem hún var í leikbanni.
Leikur liðanna sem slíkur var kannski lítið hægt að gagnrýna að miklu leyti. Keflavík eru einfaldlega með sterkara lið en Hamar, þó svo að Hamar hafi á köflum sýnt það að þær ættu vel að getað strítt í raun hvaða liði sem er í deildinni. Kannski þessi herslumunur sem alltaf er talað um. Keflavík gerðu það sem þurfti til að vinna í kvöld og ekkert meira. Ungir leikmenn hafa nú fengið tvo leiki í röð hjá þeim að spreyta sig í djúpu lauginni og vissulega er það góð æfing fyrir stóra dansleikinn næstu helgi gegn Grindavík. Jákvætt við leik Keflavíkur var að þær Bryndís Guðmundsdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og Hallveig Jónsdóttir voru að skila virkilega góðu framtaki sóknarmegin og það er einmitt sem þær munu koma til með að þurfa í komandi leikjum á meðan Carmen Tyson Thomas nýtur ekki við.
Keflavík heldur áfram að þjarma að Snæfell í 1.sætinu en eru þó enn tveimur sigrum frá efsta sætinu. Hamar situr í 6 sæti deildarinnar.
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 20/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 19/11 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 15/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 8/7 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 4/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Marín Laufey Davíðsdóttir 1/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.
Hamar: Sydnei Moss 19/9 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 13, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/9 fráköst/6 varin skot, Sóley Guðgeirsdóttir 6/5 fráköst/3 varin skot, Helga Vala Ingvarsdóttir 6, Þórunn Bjarnadóttir 4/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Jenný Harðardóttir 0, Hafdís Ellertsdóttir 0.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson