spot_img
HomeFréttirNóg um að vera í Hólminum: Sveinn Arnar verður áfram

Nóg um að vera í Hólminum: Sveinn Arnar verður áfram

 
Þrír leikmenn hafa auk Hafþórs Inga í gær kvittað undir hjá Snæfell fyrir komandi átök í Iceland Express deild karla. Sveinn Arnar Davíðsson verður áfram í Hólminum og þá hefur Daníel Ali Kazmi ákveðið að leika undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar.
Þorbergur Sæþórsson er svo kominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann dvaldi sem skiptinemi síðasta vetur en hann mun leggja Hólmurum lið á tímabilinu. Af kvennaliði félagsins er það að segja að Rósa Kristín Indriðadóttir er komin í Stykkishólm á nýjan leik eftir að hafa leikið með Skallagrím síðari hluta tímabilsins á seinustu leiktíð.
 
Mynd/ Þorsteinn EyþórssonSveinn Arnar Davíðsson framlengdi í Hólminum á dögunum
Fréttir
- Auglýsing -