11:37:02
{mosimage}
Sigmundur Herbertsson heldur áfram að fá úthlutuðum leikjum frá FIBA og framundan eru heilir 3 leikir í desember, en þeir verða allir leiknir í Frakklandi 16.-18. desember næstkomandi.
Dagskráin hjá Sigmundi er eftirfarandi: Heimaliðin eru öll frá Frakklandi:
16. desmber er það viðureign Cholet Basket gegn Benetton Olympic (Sviss) í Evrópubikar karla.
17. desember Bourge Basket gegn Mizo Pécs 2010 (Ungverjaland) í Meistardeild kvenna.
18. desember mætast Tarbes GB og Bascget ICIM (Rúmenía) í Evrópubikar kvenna.
Meðdómarar Sigmundar verða þeir Gianluca Mattioli frá Ítalíu og Haydn Jones frá Wales í leikjunum í Eurocup, en í Euroleague verða þeir Sigmundur og Gianluca tveir.
Sigmundur hefur haft nóg að gera á þessu tímabili en þetta verða samtals níu leikir fyrir áramót þegar þessir eru meðtaldir.
Mynd: [email protected]



