spot_img
HomeFréttirNOCCO stofnar afrekssjóð fyrir íþróttafólk

NOCCO stofnar afrekssjóð fyrir íþróttafólk

Leiðin á toppinn er alltaf erfið og kostnaðarsöm fyrir íslenskt afreksfólk og oft erfitt að fá
stuðning frá fyrirtækjum eða opinberum aðilum. NOCCO hefur því allt frá árinu 2015 stutt
vel við bakið á fjölda íþróttafólks í mismunandi greinum.

Til að vinna enn markvissar í því að styðja við bakið á íslensku afreks íþróttafólki hefur NOCCO stofnað afrekssjóð sem veitir árlega styrki.

Allir þeir sem setja markið hátt í sinni íþróttagrein eru hvattir til að sækja um.


„Við fáum mikinn innblástur af metnaði og dugnaði okkar efnilega íþróttafólks. Við viljum
vera þátttakendur í þeirra vegferð í átt að velgengni. NOCCO er líklega vinsælasti
íþróttadrykkur á Íslandi og því okkur ljúft og skylt að styðja við afreksfólk“
segir Arnar Freyr
Ársælsson markaðsstjóri NOCCO.


Áhugasamir sækja um á nocco.is fyrir 2. nóvember. Þrír einstaklingar verða valdir úr hópi
umsækjenda og verður styrkjum úthlutað í nóvember.

Fréttir
- Auglýsing -