spot_img
HomeFréttirNM U18 kv: Naumt tap fyrir Finnum

NM U18 kv: Naumt tap fyrir Finnum

20:59

{mosimage}

Unnur Tara Jónsdóttir var stigahæst í dag 

U18 ára lið kvenna lék sinn annan leik í í dag þegar liðið mætti Finnum. Leikar fóru 68-63 fyrir finnsku stúlkurnar eftir jafnan og skemmtilegan leik. Íslensku stúlkurnar komust í 9-0 en þær finnsku komust yfir fyrir lok fyrsta leikhluta. Jafnræði var með liðunum fram í byrjun þriðja leikhluta en þá tók þær finnsku góða rispu og komust með 18 stigum yfir. En íslensku stúlkurnar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í 5 stig fyrir leikslok.

  Unnur Tara Jónsdóttir var stigahæst með 14 stig en Margrét Kara Sturludóttir skoraði 13. Á morgun mæta stelpurnar þeim dönsku. Hér er hægt að skoða úrslit annarra leikja í mótinu og stöðu riðlanna. [email protected] Mynd: Snorri Örn Arnaldsson.

Fréttir
- Auglýsing -