17:46
{mosimage}
Þröstur Leó Jóhannsson átti mjög góðan leik í dag
Íslenska U18 ára lið drengja náði að rétta sinn hlut í dag þegar liðið sigraði Finna 79-76 í leik þar sem Finnar byrjðu betur og leiddu allan fyrri hálfleik, mest með 12 stigum. Íslendingar náðu að jafna fljótlega í þriðja leikhluta og fór í hönd jafn og spennandi hluti en Finnarnir náðu aftur 10 stiga forystu um miðjan fjórða leikhluta og þegar rúmar 4 mínútur voru eftir af leiknum leiddu Finnarnir 74-66 en þá tóku Íslendingarnir öll völd og unnu síðustu mínúturnar 13-2 og skoruðu Finnarnir síðustu stig sín þegar 3:26 voru eftir af leiknum.
Þröstur Leó Jóhannsson átti mjög góðan leik, skoraði 25 stig auk þess að taka 8 fráköst. Rúnar Ingi Erlingsson skoraði 15 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Með sigrinum er Ísland komið í baráttuna aftur og með sigri á morgun getur liðið unnið sér rétt til að leika til úrslita á sunnudag, í það minnsta leik um bronsið. En tapi liðið endar það í fimmta sæti. [email protected] Mynd: Snorri Örn Arnaldsson



