spot_img
HomeFréttirNM U16 kv: Stórt tap gegn Finnum

NM U16 kv: Stórt tap gegn Finnum

19:02

{mosimage}

Salbjörg Sævarsdóttir úr Kormáki var stigahæst 

U16 ára landslið kvenna hóf keppni á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð í dag þegar liðið mætti Finnum. Íslensku stúlkurnar héldu í við þær finnsku fram undir lok fyrsta leikhluta en þá stungu þær finnsku af og sigruðu 78-49.

  Salbjörg Sævarsdóttir var stigahæst íslensku stúlknanna með 10 stig en Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 8, Guðbjörg tók auk þess 8 fráköst en frákastahæst var Lóa Dís Másdóttir með 9 fráköst. 

Í þessum töluðu orðum eru U18 ára drengir að hefja leik gegn Finnum og er hægt að fylgjast með leiknum á netinu.

[email protected]

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -