spot_img
HomeFréttirNM U16 kv: Sigur á Norðmönnum

NM U16 kv: Sigur á Norðmönnum

14:46

{mosimage}

U16 ára stúlkur voru síðasta íslenska liðið til að ljúka riðlakeppninni núna í dag og það gerðu þær með glans, sigruðu Norðmenn 59-41 og mæta því Finnum í leik um bronsið á morgun. Sigurinn var aldrei í hættu í dag, liðið komst í 9-0 og jók muninn jafnt og þétt.

  Guðbjörg Sverrisdóttir var stigahæst með 20 stig, tók 13 fráköst og gaf 8 stoðsendingar, Lóa Dís Másdóttir skoraði 14 stig og tók 6 fráköst. Það verða því þrjú íslensk lið sem leika úrslitaleiki á morgun, U16 strákar spila um gullið en kvennaliðin spila bæði um brons. [email protected] Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -