spot_img
HomeFréttirNM U16 kv: Margrét Kara með stórleik

NM U16 kv: Margrét Kara með stórleik

8:30

{mosimage}

19 stig og 19 fráköst var dagsverk Margrétar Köru í dag 

U16 ára lið kvenna tryggði sér nú fyrir stundu rétt til að leika um bronsið á NM í Solna á morgun. Andstæðingarnir verða Finnar en liðin mættust skömmu eftir komu liðsins til Svíþjóðar á miðvikudag og sigruðu Finnarnir örugglega 78-49.

  En í dag sigruðu stúlkurnar þær norsku örugglega og var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi lenda, heldur hversu stór hann yrði og þegar lokaflautið gall var staðan 82-51.  Margrét Kara Sturludóttir átti frábæran leik og skoraði 19 stig auk þess að taka 19 fráköst, næst henni í stigaskorinu kom Íris Sverrisdóttir með 14 stig og 4 stolna bolta. 

[email protected]

 

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -