8:55
{mosimage}
Arnþór Guðmundsson skoraði 22 stig í sigri dagsins
U16 ára strákarnir voru að tryggja sér rétt til að leika til úrslita gegn Svíum á morgun. Strákarnir léku við Finna í dag og sigruðu 76-65 eftir að hafa byrjað illa og m.a. verði 11 stigum undir í fyrri hálfleik en á hálfleik var staðan þó 35-35. Finnarnir byrjðu svo þriðja leikhlutann betur og það var ekki fyrr en um miðjan leikhlutann sem Ísland komst yfir en það varði stutt og Finnarnir voru skrefinu á undan út leikhlutann. Í fjórða leikhluta fóru svo hlutirnir að gerast og fjórða leikhluta unnu strákarnir 24-12.
Arnþór Guðmundsson var stigahæstur með 22 stig og tók auk þess 8 fráköst, næstur honum kom Haukur Óskarsson með 19 stig og Ægir Steinarsson skoraði 14. Þorgrímur Björnsson og Trausti Eiríksson tóku 10 fráköst hvor.
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson



