19:11
{mosimage}
Trausti Eiríksson skoraði 12 stig og tók 9 fráköst
U16 ára strákar voru rétt í þessu að ljúka leik gegn Dönum. Strákarnir sem unnu fyrstu tvo leiki sína urðu að lúta í lægra hald í kvöld 58-63. Danir komust strax yfir og voru alltaf skrefinu á undan og náðu Íslendingar ekki að komast yfir fyrr en 4 mínútur voru eftir af leiknum og leiddu enn þegar 2 mínútur voru eftir 55-53 og í hönd fóru æsilega lokamínútur þar sem Danirnir höfðu betur.
Fyrirliðinn Ægir Steinarsson var stigahæstur með 15 stig auk þess að taka 7 fráköst en þeir Trausti Eiríksson og Haukur Óskarsson skoruðu 12 stig hvor auk þess sem Trausti tók 9 fráköst og Haukur 8. Liðið mætir Finnum á morgun og þarf að sigra til að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum, annars leikur liðið um brons. [email protected] Mynd: Snorri Örn Arnaldsson



