spot_img
HomeFréttirNM U16 ka: Gull eftir spennuleik gegn Svíum

NM U16 ka: Gull eftir spennuleik gegn Svíum

11:25

{mosimage}

Eftir æsispennandi leik þá hafðist það hjá U16 ára liði karla að sigra Svíana í dag 69-67 og tryggja sér gull, fimmta gull Íslands á NM síðan núverandi fyrirkomulag var tekið upp og þriðja gull Benedikts Guðmundssonar þjálfara.

  Leikurinn var annars jafn og spennandi, Ísland leiddi lengst af en í lokin voru Svíarnir komnir mjög nálægt og náðu að jafna stuttu fyrir leikslok en Arnþór Guðmundsson skoraði sigurkörfuna fimm sekúndum fyrir leikslok. Svíarnir tóku lékhlé, fengu boltann við miðju og náðu skoti sem geigaði. Arnþór Guðmundsson var stigahæstur með 20 stig og næstur honum kom Daði Grétarsson með 10 stig. [email protected] Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -