21:07
{mosimage}
Fyrirliðinn Ægir Steinarsson átti góðan leik
U16 ára lið drengja er að standa sig virkilega vel á NM í Solna. Í kvöld sigrðu þeir heimamenn og hafa því unni tvo fyrstu leiki sína í mótinu. Eins og fyrr segir sigruðu þeir Svía í kvöld 68-55 eftir jafnan og spennandi leik þar sem sigurinn var ekki tryggður endanlega fyrr en í lok leiks.
Ægir Steinarsson var stigahæstur með 20 stig auk þess að gefa 6 stoðsendingar en Haukur Pálsson kom næstur með 12 stig og Haukur Óskarsson skoraði 11. Hér er hægt að skoða úrslit annarra leikja í mótinu og stöðu riðlanna. [email protected] Mynd: Snorri Örn Arnaldsson.



