spot_img
HomeFréttirNM: Tvöfaldur sigur á Dönum

NM: Tvöfaldur sigur á Dönum

{mosimage}

(Þröstur keyrir að körfunni með U 18 liðinu)

U 18 ára og U 16 ára lið Íslands unnu í dag góða sigra á Dönum. U 18 ára liðið hafði betur í spennuleik 95-94 og U 16 ára liði vann Dani með 4 stigum, 78-74.

Fjölnismaðurinn Hörður Vilhjálmsson lét enn mikið að sér kveða með U 18 ára liðinu og gerði 26 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 3 fráköst í leiknum. Íslendingar hófu leikinn af krafti og komust í 16-10 en Danir voru aldrei langt undan og lauk 1. leikhluta í stöðunni 26-24 Íslendingum í vil. Íslendingar náðu þó að herða róðurinn í 2. leikhluta og var staðan 53-44 fyrir Ísland í hálfleik.

Danir komust yfir 59-60 um miðja 3. leikhluta en Íslendingar tóku á sig rögg og breyttu stöðunni í 76-63 fyrir síðasta leikhlutann. Lið Íslands hafði yfirhöndina framan af 4. leikhluta en hleyptu Dönum of nærri og þegar 2 mínútur voru til leiksloka höfðu Íslendingar yfir 88-84. Þegar 42 sekúndur voru til leiksloka var brotið á Brynjari Björnssyni sem breytti stöðunni í 94-88 og þar með var 95-94 sigur Íslendinga í höfn.

Stigaskor:

Hörður Vilhjálmsson 26 stig – 6 stoðsendingar

Brynjar Björnsson 18 stig – 5 fráköst.

Hjörtur Einarsson – 14 stig

Hörður Hreiðarsson 13 stig

Sigurður Þorsteinsson – 12 stig – 10 fráköst

Þröstur Jóhannsson – 10 stig – 8 fráköst

Hafþór Björnsson – 2 stig

Snorri Sigurðsson og Sigmar Björnsson gerðu báðir 22 stig er U 16 ára lið Íslands lagði Dani 78-74. Danir hófu leikinn mun betur og höfðu yfir 13-22 að loknum 1. leikhluta.

Íslenska liðið hysjaði aldeilis upp um sig buxurnar í 2. leikhluta og breytti stöðunni í 40-37 sér í vil og þannig gengu liðin til hálfleiks. Liðin skiptust svo á forystunni í 3. leikhluta en Íslendingar höfðu betur fyrir loka leikhlutann 59 – 54.

Í fjórða og síðasta leikhlutanum var mikil spenna en Sigmar Björnsson, Breiðablik, opnaði leikhlutann fyrir Íslendinga og breytti stöðunni í 61-54. Þegar rétt rúmar fimm mínútur voru til leiksloka komust Danir yfir 66-67 en Íslendingar gáfust ekki upp og í stöðunni 72-72 tóku Íslendingar völdin í sínar hendur og breyttu stöðunni í 77-72 þegar 30 sekúndur voru til leiksloka og það reyndist vera of naumur tími fyrir Danina.

Stigaskor:

Snorri Björnsson – 22 stig

Sigmar Björnsson – 22 stig – 9 fráköst

Hjörtur Halldórsson – 13 stig

Örn Sigurðsson – 10 stig

Þorgrímur Guðni Björnsson – 5 stig

Pétur Jakobsson – 3 stig

Víkingur Ólafsson – 3 stig

Mynd: www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -