7:50
{mosimage}
Nú þurfa Þröstur og félagar að taka á því
Klukkan 7 í morgun að íslenskum tíma hófu tvö lið leik á NM í Solna. U16 strákar mæta Finnum og þurfa að sigra til að komast í úrslitaleikinn. U18 stelpur eru að leika við Norðmenn og með sigri tryggja þær sér rétt til að spila um bronsið.
Klukkan 9 mæta svo U18 strákar Svíum og þar er allt undir, með sigri komast þeir í úrslitaleikinn gegn Dönum en með tapi verða þeir í neðsta sæti.
U16 stelpur mæta svo Norðmönnum klukkan 13 og er það úrslitaleikur um að komast í bronsleikinn.
Hér er hægt að fylgjast með leikjum dagsins.
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson



