spot_img
HomeFréttirNM 2015 er byrjað

NM 2015 er byrjað

Íslensku landsliðin hafa nú komið sér fyrir hér í Solna en fyrsti leikdagur Norðurlandamótsins er í dag. Íslensku liðin eiga sinn fyrsta leik núna í dag kl. 15:00 að íslenskum tíma. Þá munu mætast Ísland og Eistland í U18 kvenna og sömu lið í U16 kvenna.  Karlalið þessarra þjóða mætast svo klukkan 17:00 að íslenskum tíma.

 

Ísland hefur ekki aðeins sent landslið sín hingað til Solna því hér eru einnig fjórir íslenskir dómarar, þeir Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kr. Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Ísak Ernir Kristinsson.

 

Ferðalagið hefur gengið vel, allur mannskapurinn klár í slaginn og geta ekki beðið eftir að hefja leik.

Fréttir
- Auglýsing -