spot_img
HomeFréttirNjósnadeildin: Allt sem þú þarft að vita um Slóveníu

Njósnadeildin: Allt sem þú þarft að vita um Slóveníu

 

Ísland spilar sinn fjórða leik á Eurobasket í dag kl 10:45 á Íslenskum tíma. Andstæðingur dagins er Slóvenía, en liðið hefur til þessa ekki tapað leik í riðlakeppninni. Þá eru þeir með nokkra af allra bestu leikmönnum mótsins í þeim Goran Dragic, sem er stigahæstur allra leikmanna á EuroBasket og ungstirnið Luka Doncic og "nýja" slóvenann Anthony Randolph.

 

Njósnadeild Karfan.is hefur legið yfir andstæðingum dagsins og skilaði af sér skýrslu í rétt tæka tíð fyrir fyrsta leik. Hér að neðan má finna allar helstu upplýsingar um andstæðing dagsins:

 

Leikmannahópur Slóveníu á Eurobasket 2017:

 

Goran Dragi? (Heat – PG) 
Aleksej Nikoli? (Brose – PG) 
Matic Rebec (KRKA Novo – PG) 

Luka Don?i? (Real Madrid – SG) 
Jaka Blaži? (Baskonia – SG) 
Klemen Prepeli? (Limoges, G) 

Edo Muric (Banvit – SF) 
Vlatko ?an?ar (Mega Leks – SF) 

Anthony Randolph (Real Madrid – PF) 

Gasper Vidmar (Banvit – C) 
Ziga Dimec (KRKA Novo – C)
Saša Zagorac (Parma – PF/C) 

 

Meðalaldur liðs: 25.2 years

Fjöldi leikmanna á aldrinum 20-25 ára: 5 leikmenn

Fjöldi leikmanna á aldrinum 25-30 ára: 4 leikmenn

Fjöldi leikmanna eldri en 30 ára: 2 leikmenn

Yngsti leikmaður liðsins: Luka Doncic, 18 ára

Elsti leikmaður liðsins: Saša Zagorac , 33 ára

Meðalhæð hópsins: 199.7 cm

Minnsti leikmaður liðsins: Martin Rebec – 1.80 cm

Hæsti leikmaður liðsins: Ziga Dimec, Gasper Vidmar & Anthony Randolph – 2.11 cm

 

 

Æfingaleikir Slóveníu í undirbúning fyrir Eurobasket: (5-3)

30 Júlí Slóvenía-Háskólinn í Rússlandi: 79-63 
04 Ágúst Slóvenía-Ungverjaland: 84-64 
06 Ágúst Slóvenía-Tékkland: 88-80 
12 Ágúst Slóvenía-Króatía: 81-85 
13 Ágúst Slóvenía-Úkraína: 78-67 
18 Ágúst Slóvenía-Ísrael: 77-81 
19 Ágúst Slóvenía-Tyrkland: 84-86 
24 Ágúst Slóvenía-Króatía: 74-73 

 

Fjarverandi leikmenn eða á meiðslalista:

Zoran Dragic, Alen Omic, og Jaka Klobucar spila ekki fyrir Slóveníu þetta árið.

 

 

Lykilleikmaður:

 

Goran Dragic – Miami Heat

 

Dragic er 31. árs gamall leikstjórnandi/skotbakvörður sem að spilaði bæði í Slóveníu og á Spáni áður en að hann var valinn með 45. valrétt nýliðavals NBA deildarinnar árið 2008. Eftir hæga byrjun þar hefur hann vaxið gríðarlega í NBA deildinni á síðustu árum. Árið 2014 fékk hann bæði framfaraverðlaun, sem og var hann valinn í þriðja úrvalslið deildarinnar að leiktíð lokinni.

 

Á síðasta tímabili skilaði hann 20 stigum, 4 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í 73 leikjum með Miami Heat.

 

Til þessa á mótinu er hann einnig að skila flottum tölum, 26 stig (leiðir alla leikmenn), 3 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í þremur leikjum. Er fimmti framlagshæsti leikmaður mótsins.

 

 

Hverjum á að fylgjast með:

 

Luka Doncic – Real Madrid

 

Allt útlit er fyrir að mikið verði fylgst með hinum 18 ára Doncic á næstu árum. Var aðeins 17 ára gamall þegar að Real Madrid settu hann í byrjunarliðið hjá sér og hefur til þessa, þrátt fyrir aldur, fyrir löngu gefið út að hann muni framvegis aðeins leika með A liði landsins.

 

Skilaði 13 stigum, 5 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í 35 leikjum með Real Madrid á síðasta tímabili, en haldið er að hann muni halda vestur um haf fyrir það næsta og að hann verði tekinn snemma í nýliðavali NBA deildarinnar næsta vor.

 

Doncic var frábær í síðasta leik gegn Grikklandi

Við ræddum frekar við Friðrik Inga um Doncic

 

 

Styrkleikar og veikleikar:

 

Liðið er þekkt fyrir mikla orku og góða vörn. Þá liggja styrkleikar slóvenska liðsins að miklu leyti í einstaklingsframtaki aðal-leikmanna þeirra, Goran Dragic, Luka Doncic og Anthony Randolph, sem allt eru leikmenn í hæsta gæðaflokki.

 

Helstu veikleikar þeirra felast í að verjast inni í teig, fengu 75 stig á sig úr málingunni að meðaltali í undirbúningsleikjunum. Þá, vegna þess hvað þeir reiða sig á skotin sín, getur það einnig verið veikleiki. Fundu til að mynda ekki mikinn stöðugleika fyrir utan í aðdraganda mótsins. Sé skotnýting þeirra ekki góð í leik dagsins, þá gæti vel verið möguleiki fyrir Ísland.

 

 

 

Heimildir / Eurohoops.net og bebasket.fr

Mynd / FIBA

Fréttir
- Auglýsing -