spot_img
HomeFréttirNjarðvíkursigur í fyrstu umferðinni

Njarðvíkursigur í fyrstu umferðinni

13:00
{mosimage}

(Frá viðureign UMFN og Ármanns í Höllinni á síðustu leiktíð)

Fyrsta deild kvenna hófst í gær með einum leik þegar Njarðvíkingar tóku á móti Ármanni í Ljónagryfjunni. Heimakonur höfðu góðan sigur í þessum fyrsta leik 69-55 en staðan var 34-26 Njarðvík í vil í hálfleik.

Njarðvíkingar voru ávallt yfir í leiknum þar sem Ína María gerði 18 stig fyrir heimamenn. Þær Sæunn Sæmundsdóttir og Anna María léku ekki með Njarðvíkingum í gær. Næsti deildarleikur í 1. deild kvenna er viðureign Njarðvíkinga og Þórs frá Akureyri laugardaginn 18. október næstkomandi kl. 15.00 í Ljónagryfjunni.

[email protected]

Mynd: Gunnar Gunnarsson

Fréttir
- Auglýsing -