13:26
{mosimage}
Njarðvík bar sigurorð af Keflavík-b í leik liðanna í 1. deild kvenna í Ljónagryfjunni í gærkvöldi með 66 stigum gegn 55. Í hálfleik var staðan 27-26 fyrir Njarðvík. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína á völlinn til þess að fylgjast með mörgum af efnilegustu stelpum landsins urðu ekki fyrir vonbrigðum með spennandi og bráðskemmtilegan leik.
Það var ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt og því var varnarleikurinn í fyrirrúmi á kostnað hittninnar í sókinni. Keflavíkur-stelpur pressuðu stíft fram á völlinn og áttu Njarðvíkingar í nokkrum vandræðum með að leysa pressuna, en þegar það tókst skapaði liðið sér oft góð færi en boltinn vildi einfaldlega ekki ofaní og komst Keflavík í 0-6. Eftir það kom góður kafli hjá Njarðvík og minnkuðu þær muninn í 7-8. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 10-14 fyrir Keflavík.
Greinina í heild sinni má lesa á heimasíðu UMFN undir þessari slóð:
http://umfn.is/frettir/2443/default.aspx
Mynd úr safni: Gunnar Gunnarsson



