spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaNjarðvíkingur í röðum stórliðs Barcelona

Njarðvíkingur í röðum stórliðs Barcelona

Hin ungi og efnilegi Heimir Gamalíel Helgason sem leikur með yngriflokkum UMFN var í síðustu viku boðið til æfinga hjá stórliði Barcelona og lék hann með liðinu á æfingamóti. Útsendari hafði verið að fylgjast með Heimi sem fór til Litháen og æfði með liði Zalgiris þar í landi. Sú ferð vatt svo uppá sig og fleiri útsendarar fóru að sýna Heimi áhuga og úr varð ferð til Barcelona þar sem Heimir spilaði með þessu stórliði á Spáni fjóra leiki.

Heimir stóð sig með prýði og skoraði meðal annars 29 stig í einum leiknum. Faðir Heimis, Helgi Már Helgason fyrrum markvörður og einn allra öflugasti lyfsali Njarðvíkur (hjá Reykjanes Apóteki) sagði í samtali við heimasíðun UMFN.is að ferðin hafi heppnast gríðarlega vel og hafi verið ævintýri líkast. Frumraun hans með Barcelona hafi verið vel fyrir ofan par..

Fréttir
- Auglýsing -