spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar verja Ljónagryfjuna

Njarðvíkingar verja Ljónagryfjuna

Njarðvík sigraði KR í kvöld á heimavelli sínum, í Ljónagryfjunni, með 85 stigum gegn 84. Leikurinn var sá 2. í undanúrslitaviðureign liðanna og náðu Njarðvíkingar því með sigrinum að jafna einvígið 1-1. Þriðji leikurinn fer fram komandi sunnudag í DHL höllinni kl 19:15.

 

Það var ljóst strax í fyrsta leikhluta að heimamenn ætluðu sér að kvitta fyrir stórt tap í síðasta leik, en þeim tókst að klára hann með 11 stiga forystu í 23-12. Í öðrum leikhlutanum náði KR hinsvegar aðeins að komast í takt við leikinn. Þó ekki betur en það að munurinn var 12 stig þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 47-35.

 

Miklu munaði fyrir heimamenn hvað þeir náðu að koma Stefan Bonneau í takt við leikinn í þessum fyrri hálfleik, en hann hafði einmitt aldrei komist af stað í fyrri leik liðanna. Í þessum fyrri hálfleik setti hann 19 stig, gaf 4 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Fyrir gestina var það Michael Craion sem dróg vagninn með 14 stig, 4 stoðsendingar og 5 fráköst.

 

Í seinni hálfleiknum komu gestirnir mun betur upplagðir til leiks en þeir höfðu gert í byrjun hans. Unnu hratt en örugglega niður forskot Njarðvíkur og voru komnir, þegar leikhlutinn endaði, með 4 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Unnu 3. leikhlutann með 16 stigum.

 

Í fjórða og síðasta leikhlutanum virtist geysisterkt KR lið ætla sér að loka þessum 2. leik liðanna á kunnulegan hátt. Þar sem þeir leiddu með nokkrum stigum og hleyptu Njarðvík ekki nálægt. Í restina á leiknum náðu heimamenn hinsvegar að brjóta þá á bak aftur, jafna og gera þetta að leik.

 

Undir blálokin náði maður leiksins, Stefan Bonneau, með aðeins nokkrar sekúndur eftir af leiknum svo að setja stærsta þrist (íslenska) ferils síns og kom hann með því Njarðvík einu stigi yfir 85-84. Annars skoraði hann 34 stig og tók 8 fráköst á þeim sléttu 40 mínútum sem hann spilaði í kvöld.

 

Umfjöllun, myndir & viðtöl / Davíð Eldur

 

Myndasafn#1

Myndasafn#2

Tölfræði

Fréttir
- Auglýsing -