spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar tryggja sér starfskraft fyrir næsta vetur

Njarðvíkingar tryggja sér starfskraft fyrir næsta vetur

 Njarðvíkingar hafa samið við þá tvo Bandaríkjamenn sem þeir ætla að tefla fram næsta vetur.  Þetta eru þeir Jonathan Jones og Marcus Van.  Jones er 196cm hár framherji á meðan Marcus Van er  201 cm á hæð og verður í stöðu miðherja.
 Jones spilaði með Kean háskólanum í 3. deild NCAA þar sem hann var valinn all-american og var með 23 stig og rúm 13 fráköst á leik á sínu síðasta ári. Kappinn er 23 ára og er að taka sín fyrstu skref í atvinnumennsku. 
 
Marcus Van spilaði hinsvegar með Central Michgan háskólanum þar sem að Giordan Watson spilaði og var að setja 13 stig og taka 8 fráköst á leik þar.  Síðan þá hefur hann reynt fyrir sér á spáni og í efstu deild í Þýskalandi. 
 
Von á þessum köppum í haust, eða vel fyrir byrjun nýja Dominos mótsins. 
 

Mynd: Jonathan Jones í háloftunum með háskólaliði sínu.
 
Fréttir
- Auglýsing -