
Fyrsti og eini Íslandsmeistara titill Grindvíkinga kom árið 1996. Hér er Guðmundur Bragason að hampa þeim stóra
Þrátt fyrir að Njarðvíkingar séu dottnir úr keppninni um þann stóra í ár hafa þeir á heimasíðu UMFN sett saman skemmtilega spá um framhaldið á heimasíðu sinni. Þar spá þeir Grindvíkingum 3-0 sigri á Snæfell, líklega út af þeim Njarðvíkuráhrifum sem Grindvíkingar hafa í sínu liði (Palli K, Brenton og Friðrik þjálfari) og svo vilja þeir Njarðvíkingar meina að einvígi KR og Keflavík fari í oddaleik. Hægt er að skoða ítarlegan pistil þeirra Njarðvíkinga hér.



