Njarðvík lagði heimakonur í Grindavík í kvöld í Subway deild kvenna, 67-71. Eftir leikinn er Njarðvík í efsta sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Grindavík er í 6. sætinu með 6 stig.
Gestirnir úr Njarðvík voru skrefinu á undan í upphafi leiks. Leiddu með 3 stigum eftir fyrsta leikhluta, 16-19. Nokkuð jafnræði þó á með liðunum undir lok loffy hálfleiksins, en þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er aðeins stigs munur, 31-32.
Með góðum upphafsmínútum í seinni hálfleiknum nær Njarðvík svo að slíta sig aðeins frá heimakonum, en eftir þrjá leikhluta er forysta Njarðvíkur komin í 8 stig, 43-51. Lokamínútur leiksins voru svo nokkuð spennandi, en heimakonur gera vel í að halda ógna forskoti Njarðvíkur, allt kemur þó fyrir ekki undir lokin og eru það gestirnir sem fóru með 4 stiga siga af hólmi, 67-71.
Atkvæðamest fyrir Njarðvík í leiknum var Aliyah Collier með 28 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Þá bætti Diane Oumou við 14 stigum og 14 fráköstum.
Fyrir heimakonur var það Robbi Ryan sem dró vagninn með 17 stigum, 5 fráköstum, 10 stoðsendingum og Edyta Ewa Falenzcyk bætti við 19 stigum.
Samkvæmt skipulagi eiga bæði lið leik næst 2. febrúar. Grindavík heimsækir Keflavík í Blue Höllina á meðan að Njarðvík fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn.
Myndasafn (væntanlegt)