spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar sjá á eftir Ínu

Njarðvíkingar sjá á eftir Ínu

Nýliðar Njarðvíkur í Domino´s-deild kvenna mega nú sjá eftir byrjunarliðsmanninum Ínu Maríu Einarsdóttur til Bandaríkjanna. Ína er búsett vestanhafs ásamt unnusta sínum og landsliðsmanninum Elvari Má Friðrikssyni sem er í háskólanámi hjá Barry University.

Högg fyrir nýliða Njarðvíkur sem hafa farið vel af stað en mátt fella sig við meiðsli byrjunarliðsmanna og nú brotthvarf Ínu til Bandaríkjanna. Ína lék þrjá deildarleiki með Njarðvík og gerði 10 stig, 2,7 fráköst og gaf 2 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -