spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar settu í annan gír í seinni

Njarðvíkingar settu í annan gír í seinni

  Í kvöld mættust Njarðvík og Haukar á heimavelli Njarðvíkinga þar sem þeir grænklæddu fóru með sigur af hólmi nokkuð örugglega eftir að hafa þó átt í jöfnum leik við gestina framan af.105-83 varð lokastaða kvöldsins. 
 
 
Njarðvíkingar byrjuðu betur og komust strax í 7-0 forystu. Staðan jafnaðist þó fljótlega út og liðin skiptust á forystunni í fyrsta leikhlutanum. Heimamenn voru samt sem áður oftast með nokkurra stiga forystu og enduðu fyrsta leikhlutann yfir, 26-23.
 
Kári Jónsson kom sterkur inn af bekk Haukamanna og setti strax fimm stig í fyrsta fjórðungi. Hann setti svo tvo þrista í öðrum leikhluta og var liði sínu mikilvægur í harðri baráttu við Njarðvíkinga. Njarðvíkingar enduðu síðustu tvær mínútur fyrri hálfleiks á 8-2 áhlaupi og héldu liðin til búningsherbergja í stöðunni 48-43, Njarðvíkingum í hag.
 
Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá Njarðvík í hálfleik með 15 stig, en hann átti heldur betur eftir að koma meira við sögu í leiknum. Elvar Már Friðriksson kom á hæla Loga með 14 en hjá Haukum var Terrence Watson með 19 stig og Kári Jónsson 11.
 
Liðin skiptust á körfum til að hefja seinni hálfleikinn og Njarðvíkingar héldu 5-6 stiga forystu, en um miðbik fjórðungsins náðu heimamenn 12 stiga forystu. Haukarnir náðu aðeins að saxa á hana en Njarðvíkingar enduðu með 9 stiga forskot eftir þrjátíu mínútur, 72-63.
 
Njarðvíkingar náðu aftur nokkuð þægilegri forystu í fjórða leikhluta og sigldu nokkuð lygnan sjó eftir það. Logi Gunnarsson fór á kostum í fjórða leikhlutanum og skoraði kappinn hvorki meira en 18 stig í leikhlutanum og 41 í heildina!
 
Lokatölur 105-83 fyrir Njarðvík og grænir nú með 5/2 árangur í deilarkeppninni, en Haukar sem voru jafnir Njarðvík fyrir þennan leik eru með 4/3.
 
Tölfræðin lýgur ekki
-Njarðvík hitti úr 53% FG skota sinna í leiknum (39/73) en Haukar 41% (31/76)
-Þegar liðið þitt gefur 28 stoðsendingar (Njarðvík) boðar það oftast gott
 
Umfjöllun: AE
 
Fréttir
- Auglýsing -