Njarðvíkingar hafa ákveðið að gera ákveðnar taktískar breytingar á liði sínu með því að taka inn nýjan erlendan leikmann í stöðu miðherja. Marquis Simmons mun koma til með að fylla í það ígildi sem erlendur leikmaður þeirra Stefan Bonneau var ráðin í. Stefan sem kunnugt sleit hásin og er frá næstu mánuðina. Marquis kemur úr Hollenskudeildinni þar sem hann hefur spilað með liði Aris Leuwaarden en það er sama lið og Brandon Woudstra fyrrum erlendur leikmaður UMFN spilaði með og einnig spilaði Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson með sama liði.
Marquis var að skila sterkum tölum fyrir Leuwaarden eða 16 stigum og 8 fráköstum á leik í Hollensku deildinni. Sem fyrr segir ákveðnar taktískar breytingar sem gerðar eru þar sem að Stefan lék stöðu leikstjórnanda en Marquis fer beint niður á blokkina ef miðað er við hæð hans þyngd.



