spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaNjarðvíkingar neituðu að kveðja Ljónagryfjuna með tapi

Njarðvíkingar neituðu að kveðja Ljónagryfjuna með tapi

Njarðvík hélt sér á lífi í undanúrslitum Subway deildar karla með sigri gegn Val í Ljónagryfjunni í kvöld, 91-88. Staðan er því 2-2, en oddaleikur um sæti í úrslitunum mun fara fram komandi þriðjudag 14. maí á heimavelli Vals í N1 höllinni.

Það voru heimamenn í Njarðvík sem voru skrefinu á undan á upphafsmínútum leiksins og leiddu þeir með þremur stigum að fyrsta fjórðung loknum, 25-22. Valur nær svo ágætis tökum á leiknum undir lok fyrri hálfleiksins, ná að snúa taflinu sér í vil og eru sex stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 47-53.

Valur heldur forystu sinni vel inn í annan hálfleikinn, en undir lok þess þriðja nær Njarðvík að jafna metin og munar aðeins stigi á liðunum fyrir lokaleikhlutann, 71-72. Í þeim fjórða var svo aftur komið að heimamönnum að vera í forystu. Lengst af eru þeir einni til tveimur körfum á undan. Undir lokin fær Valur nokkur góð tækifæri til þess að jafna leikinn, en allt kemur fyrir ekki. Njarðvík sigrar að lokum með þremur stigum, 91-88.

Atkvæðamestir í liði Njarðvíkur í kvöld voru Dwayne Lautier með 22 stig, 5 stoðsendingar, Þorvaldur Orri Árnason með 20 stig, 4 fráköst og Dominykas Milka með 15 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar.

Fyrir Val var það Taiwo Badmus sem dró vagninn með 24 stigum og 11 fráköstum. Honum næstur var Kristófer Acox með 13 stig, 19 fráköst og 4 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -