spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar missa Styrmi fyrir jól - gæti mögulega hætt

Njarðvíkingar missa Styrmi fyrir jól – gæti mögulega hætt

Styrmir Gauti Fjelsted staðfesti í samtali við Körfubolta.net í dag að hann mun ekki leika með Njarðvíkingum í Iceland Express deildinni fyrir áramót vegna anna í námi og gæti í kjölfarið af því lagt körfuboltaskóna endanlega á hilluna. www.korfubolti.net greinir frá.
Njarðvíkingar eru að missa dugnaðarfork auk þess sem Páll Kristinsson mun að öllum líkindum hætta í sumar, þannig að þeir semja hugsanlega við erlendan miðherja og framherja.
 
Frétt af www.korfubolti.net
  
Fréttir
- Auglýsing -