spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar með þægilegan sigur (Uppfært)

Njarðvíkingar með þægilegan sigur (Uppfært)

 Njarðvíkingar sigruðu KFÍ í nokkuð sveiflukenndum leik í kvöld 101:79.  Eftir að hafa náð 23 stiga forystu í fyrsta fjórðung glopruðu Njarðvíkingar því niður og aðeins 6 stig skildu liðin á hálfleik. Njarðvíkingar voru hinsvegar sterkari á endasprettinum og unnu verðskuldaðan sigur.
Sigurður Ingimundarson þjálfari Njarðvíkingar var þó nokkuð sáttur við sigurinn "Þetta var góður sigur og nú telur hver sigur mikið fyrir okkur. Við duttum niður í öðrum leikhluta eftir að hafa spilað fanta vel í þeim fyrsta.  Við lögðum upp með að laga okkar leik í seinni hálfleik. Það gekk eftir og frábær vörn í fjórða leikhluta skóp þennan sigur fyrir okkur.  Nú er næst á dagskrá fyrir jól að fara á Krókinn og enda árið á góðum nótum. Þá ættum við að vera í góðum málum fyrir seinni hálfleik mótsins." sagði Sigurður eftir leik við Karfan.is
Fréttir
- Auglýsing -