spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar kjöldregnir í Smáranum

Njarðvíkingar kjöldregnir í Smáranum

Grindavík lagði Njarðvík nokkuð örugglega í Smáranum í kvöld í 16. umferð Subway deildar karla. Eftir leikinn er Njarðvík í 2.-4. sæti deildarinnar með 22 stig líkt og Þór og Keflavík á meðan að Grindavík er í 5. sætinu með 20 stig.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins ekkert sérlega spennandi undir lokin. Það var hann heldur ekki í byrjun, en heimamenn í Grindavík unnu fyrsta leikhluta með 28 stigum, 39-11. Þeirri forystu náðu heimamenn að halda út leikinn og unnu að lokum með 38 stigum, 118-80.

Atkvæðamestir fyrir Grindavík í leiknum voru Dedrick Basile með 40 stig, 6 fráköst, 9 stoðsendingar og Daniel Mortensen með 18 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Í lánlausu liði Njarðvíkur skilaði Dwayne Lautier-Ogunleye 23 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum. Honum næstur var Dominykas Milka með 11 stig og 6 fráköst.

Bæði lið leika næst komandi fimmtudag 8. febrúar, en þá fær Njarðvík lið Breiðabliks í heimsókn í Ljónagryfjuna og Grindvíkingar heimsækja Þór í Þorlákshöfn.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -