spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar Íslandsmeistarar í 10. flokki kvenna

Njarðvíkingar Íslandsmeistarar í 10. flokki kvenna

12:51

{mosimage}

Haukar og Njarðvík mættust í fyrsta úrslitaleik dagsins í DHL-Höllinni í dag en leikið var í 10. flokki kvenna. Njarðvíkingar fóru með nauman 52-50 sigur í leiknum eftir spennuþrunginn endasprett.

Njarðvíkingar leiddu í leikhléi 19-40 en Haukar komu sterkir til baka og náðu að jafna metin en þeim tókst ekki að brjóta ísinn og náðu Njarðvíkingar að halda sínu og fagna þeim stóra í leikslok.

{mosimage}

 

Guðbjörg Sverrisdóttir var valin besti maður leiksins í liði Hauka með 28 stig, 13 fráköst og 2 stoðsendingar en í liði Njarðvíkinga var Heiða Valdimarsdóttir valin besti leikmaðurinn með 13 stig og 13 fráköst.

Árangur Njarðvíkur er ekki síst athyglisverður í ljósi þess að liðið var í B riðli tvö fyrstu fjölliðamót vetursins.

{mosimage}

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -