spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNjarðvíkingar bíða eftir leikmanni í stað Brandon Averette

Njarðvíkingar bíða eftir leikmanni í stað Brandon Averette

Brandon Averette hefur yfirgefið herbúðir Njarðvíkur í Bónus deild karla. Samkvæmt tilkynningu félagsins mun um ákvörðun stjórnar hafa verið að ræða að segja upp samningi leikmannsins.

Njarðvík þakkar Brandon kærlega fyrir sitt framlag til klúbbsins í tilkynningunni, en hann var með 18 stig og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik þá 13 leiki sem hann spilaði fyrir félagið.

Samkvæmt félaginu standa vonir til að nýr leikmaður verði kynntur í stað Brandon á allra næstu dögum.

Fréttir
- Auglýsing -