spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar bætast í hópinn og senda erlenda leikmenn heim

Njarðvíkingar bætast í hópinn og senda erlenda leikmenn heim

22:59
{mosimage}

(Heath Sitton heldur heim á leið úr Ljónagryfjunni)

Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFN fundaði í kvöld um ástandið sem hefur skapast á undanförnum dögum. Er skemmst frá því að segja að ákveðið var að segja upp samningum við þá erlendu leikmenn sem voru á mála hjá félaginu. Um er að ræða þá Heath Sitton, Slobodan Subasic ásamt íranum Colin O´Reilly sem var til reynslu. Þetta kemur fram á heimasíðu Njarðvíkinga, www.umfn.is

Stjórnin sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

Í ljósi aðstæðna sem hafa skapast í þjóðfélaginu undanfarið, sér stjórn kkd Njarðvíkur sér ekki annað fært en að segja upp samningum við þá erlendu leikmenn sem eru á mála hjá félaginu.  Heath Sitton ásamt Slobodan Subasic hafa staðið sig mjög vel í þeim leikjum sem þeir hafa leikið og verið félaginu til sóma. Þeir féllu vel inn í hópinn og ríkti eftirvænting meðal okkar með þá innanborðs fyrir komandi tímabil. Því harmar stjórnin mjög að þurfa að grípa til þessara aðgerða. Sömu sögu má segja um írska landsliðsmannin Colin O´Reilly, sem er dengur góður og hefði án efa sómt sér vel í leikmannahópnum.

www.umfn.is

Fréttir
- Auglýsing -