spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar bæta við sig leikmanni

Njarðvíkingar bæta við sig leikmanni

12:28

{mosimage}

Njarðvíkingar greindu frá því á heimasíðu sinni fyrir stundu að þeim hefur borist liðsstyrkur. Slóveninn Fuad Memcic er mættur á svæðið og er hann kominn með alla pappíra á hreint svo reiknað er með að hann leiki með liðinu í kvöld þegar það heimsækir Þór á Akureyri.

Memcic þessi er 26 ára gamall og 209 cm. Hann lék síðast í Austurríki en hefur einnig leikið á Spáni og í Slóveníu. Svo virðist sem Njarðvíkingar þurfa ekki að punga út krónu fyrir kappann en meira má lesa um  málið á heimasíðu Njarðvíkur.
 

Einnig er hægt að skoða myndband af kappanum hér.
[email protected]

Mynd: www.sbsplayers.com

Fréttir
- Auglýsing -