20:55:10
{mosimage}
Skallagrímsmenn voru nálægt því að vinna sinn fyrsta sigur í vetur í Iceland Express deildinni í kvöld þegar þeir töpuðu 71-74 fyrir Þór frá Akureyri eftir að Cedric Isom skoraði þriggja stiga körfu þegar 1 sekúnda var eftir. Njarðvík vann Keflavík í Suðurnesjaslagnum 77-75 eftir að hafa komist mest 26 stigum yfir. KR vann að lokum Tindastól á Sauðarkróki 70-96 eftir jafnan og skemmtilegan leik fyrstu þrjá leikhlutana. Igor Beljanski var stigahæstur Skallagrímsmanna með 24 stig og Sigurður Þórarinsson skoraði 18 stig og tók 14 fráköst. Cedric Isom skoraði 20 stig fyrir Þór.
Logi Gunnarsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 19 stig en Sverrir Sverrisson skoraði 25 stig fyrir Keflavík.
Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur KR inga með 30 stig en Allan Fall skoraði mest Tindastólsmanna eða 17 stig.



