13:15
{mosimage}
Í gær áttust við Ármann og UMFN í 1.deild kvenna. Þetta var seinasti leikur hjá Ármann í deildinni sem er eins og er í 5.sæti en Njarðvík á eftir að spila einn leik við Snæfell og eru Njarðvíkurstúlkur eins og er í 3.sæti í deildinni.
Leikurinn var jafn í upphafi og um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 6-11 fyrir Njarðvík en Ármanni tókst að jafna leikinn og komast yfir í lok leikhlutans sem fór 12-11 og var Hjaltey Sigurðardóttir komin með 6 stig fyrir Ármann.
Liðin skiptust á að skora í 2.leikhluta og var leikurinn nokkuð jafn þar til 2 mín voru eftir en þá gekk allt upp hjá Njarðvík er skoraði 13 stig gegn 2 hjá Ármann og unnu leikhlutann 8-20 og staðan í hálfleik var 20-31 fyrir Njarðvík. Dagmar Traustadóttir var sterk á þessum tímapunkti og skoraði 7 stig.
Þriðji leikhluti var aðeins jafnari þrátt fyrir að njarðvíkurstelpur væru ávallt með frumkvæði og staðan í lok 3ja leikhluta var 24-44 og leit út fyrir auðveldan Njarðvíkursigur. Ármannsstelpur voru samt ekki tilbúnar að gefast upp og héldu áfram að berjast í 4.leikhluta og náðu að minnka muninn niður í 10 stig og en nær komust þær ekki og Njarðvík kláraði leikinn af krafti og voru lokatölur 52-68 fyrir Njarðvík. Í fjórða leikhluta var Rósa Ragnarsdóttir mjög sterk hjá Ármann með 8 stig og hjá Njarðvík skoraði Dagmar Traustadóttir og Hanna Valdimarsdóttir 8 stig hvor.
Stigahæstar í liði Njarðvíkur voru Dagmar Traustadóttir með 26 stig og Hanna Valdimarsdóttir og Sæunn Sæmundardóttir með 10 stig hvor. Hjá Ármann var Hjaltey Sigurðardóttir með 15 stig og Rósa Ragnarsdóttir með 10 stig.
Texti: Bryndís Gunnlaugsdóttir
Myndir: Gunnar Gunnarsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



