spot_img
HomeFréttirNjarðvík vann deildina í unglingaflokki: Fjölnir rétt missti af lestinni

Njarðvík vann deildina í unglingaflokki: Fjölnir rétt missti af lestinni

 
Venjulegri deildarkeppni í unglingaflokki karla er lokið þar sem Njarðvíkingar hrepptu toppsætið með 18 stig. Næstu þrjú lið á eftir sem komust inn í undanúrslitin voru Snæfell/Skallagrímur, Haukar og Hamar/Þór Þorlákshöfn. Sterkt lið Fjölnis sat eftir með sárt ennið en hafði jafn mörg stig og næstu þrjú lið fyrir ofan en lakari stöðu innbyrðis.
Njarðvíkingar urðu deildarmeistarar með 18 stig en deildin var afar jöfn að þessu sinni þar sem næstneðsta liðið, Valur/ÍR lauk keppni með 10 stig. Athygli vekur að Fjölnismenn með sterka leikmenn á borð við Ægi Þór Steinarsson, Tómas Heiðar Tómasson og Arnþór Freyr Guðmundsson komust ekki í undanúrslit og ljóst að keppnin í unglingaflokki er afar hörð. Þess má þó geta að fyrir áramót tóku þessir þrír leikmenn lítinn þátt í leikjum Fjölnis sökum verkefna með meistaraflokki félagsins í Iceland Express deildinni.
 
Í undanúrslitum mætast Njarðvík og Hamar/Þór Þorlákshöfn í fyrstu umferð og svo Snæfell/Skallagrímur og Haukar.
 
Unglingaflokkur eins og aðrir yngri flokkar niður í 9. flokk munu svo leika á tveimur úrslitahelgum í Laugardalshöll. Samkvæmt dagskrá fjölliðamóta hjá KKÍ fara undanúrslitin og úrslitin í unglingaflokki fram dagana 8.-10. apríl næstkomandi, ef einhver breyting verður þar á birtum við það eins fljótt og auðið er.

Lokastaðan í unglingaflokki karla – deildarkeppni

 
Ljósmynd/ Ólafur Jónsson leikmaður Njarðvíkinga. Mikið mun mæða á honum í liði Njarðvíkinga á lokaspretti Íslandsmótsins í unglingaflokki.
 
Fréttir
- Auglýsing -