spot_img
HomeFréttirNjarðvík upp í annað sætið eftir sigur á Egilsstöðum

Njarðvík upp í annað sætið eftir sigur á Egilsstöðum

Njarðvík hafði betur gegn Hetti á Egilsstöðum í kvöld í 14. umferð Subway deildar karla, 85-88. Eftir leikinn er Njarðvík í 2. sæti deildarinnar með 10 sigra á meðan að Höttur er í 8.-9. sætinu með 7 sigra.

Atkvæðamestur heimamanna í leik kvöldsins var Gustav Suhr-Jessen með 16 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Honum næstur var Nemanja Knezevic með 9 stig og 16 fráköst.

Fyrir Njarðvík voru atkvæðamestir Dwayne Lautier-Ogunleye með 25 stig, 5 stoðsendingar og Chaz Williams með 14 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -