spot_img
HomeBikarkeppniNjarðvík tryggði sig áfram í VÍS bikarkeppninni - Þessi lið mætast í...

Njarðvík tryggði sig áfram í VÍS bikarkeppninni – Þessi lið mætast í undanúrslitunum

Njarðvík lagði ÍR í kvöld í Hellinum í Breiðholti í lokaleik 8 liða úrslita VÍS bikarkeppni kvenna, 39-84. Njarðvík eru því komnar áfram í undanúrslitin þar sem að Fjölnir bíða þeirra.

Tölfræði leiks

Atkvæðamestar fyrir heimakonur í kvöld voru Aníka Lind Hjálmarsdóttir og Sólrún Sæmundsdóttir. Aníka Lind skilaði 12 stigum, 8 fráköstum, 3 stoðsendingum og 4 vörðum skotum. Sólrún bætti svo við 7 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Fyrir gestina úr Njarðvík var það Lára Ösp Ásgeirsdóttir sem var stigahæst með 17 stig og þá skilaði Helena Rafnsdóttir 16 stigum og 3 fráköstum.

Undanúrslit keppninnar eru því klár, en leikið er komandi miðvikudag 15. september.

Fjölnir gegn Njarðvík kl. 18:00 í Dalhúsum

Valur gegn Haukum kl. 20:00 í Origo Höllinni

Fréttir
- Auglýsing -