spot_img
HomeFréttirNjarðvík sótti sigur í Hveragerði

Njarðvík sótti sigur í Hveragerði

Hamar tók á móti Njarðvík í Subway deild karla í kvöld, á heimavelli sínum í Hveragerði. Heimamenn leituðu enn að fyrsta sigri sínum á tímabilinu, en Njarðvíkingar voru við topp deildarinnar.

Njarðvík gaf tóninn fljótlega í leiknum og leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta, 17-28. Heimamenn náðu aldrei að minnka það forskot að ráði, og að lokum unnu gestirnir öruggan 24 stiga sigur, 85-109. Með sigrinum tylltu Njarðvíkingar sér á topp deildarinna, en Hvergerðingar verma enn botninn án sigurs.

Mario Matasovic var stigahæstur gestanna með 26 stig en Jalen Moore skoraði mest fyrir heimamenn, 30 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -