7:51
{mosimage}
Í gærkvöld tóku Þórsarar á móti Njarðvíkingum í 18. umferð Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Staða liðanna fyrir leikinn var gjörólík, Þórsarar að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni en Njarðvíkingar sátu í því 5. sæti og nokkuð öruggir inn í úrslitakeppninna. Flestir bjuggust við spennandi leik og sú varð raunin. Þórsarar byrjuðu leikinn af miklu krafti og leiddu leikinn með 13 stiga mun í hálfleik, 50:37. Njarðvíkingar sýndu þó mikla seiglu í seinni hálfleik og náðu jafnt og þétt að saxa á forskot heimamanna. Fór svo að Njarðvíkingar fóru með fimm stiga sigur af hólmi, 79:84.
Njarðvíkingar byrjuðu þó leikinn mjög vel og strax í upphafi náðu þeir að skora 8 fyrstu stig leiksins en þar var að verki Heath Sitton og Logi Gunnarsson. Þórsarar jöfnuðu sig fljót á látunum í gestunum, náðu góðum spretti sem skilaði þeim átta stigum í röð. Liðin skiptust á að skora í byrjun fyrsta leikhluta en smá saman náðu Þórsarar tökum á leiknum og náðu smá saman fimm stiga forystu sem þeir héldu til loka 1. fjórðungs, 22:17.Þórsarar héldu áfram uppteknum hætti í öðrum leikhluta, spiluðu góða vörn og náðu að keyra upp hraðann í leiknum. Njarðvíkingum var ei lítið brugðið við þessa miklu baráttugleði þórsara sem varð til þess að þeir misstu boltann klaufalega og nýttu ekki sóknirnar vel. Daniel Bandy, Konrad Tota og Guðmundur Jónsson fóru sér mikinn í sóknarleik heimamanna ásamt Jóni Orra. Hins vegar áttu þeir Magnús Gunnarsson og Logi Gunnarsson erfitt uppdráttar og voru langt frá sínu besta í fyrri hálfleik. Smá saman náðu þórsarar að byggja upp gott forskot og héldu 13-15 stiga forystu. Guðmundur Jónsson setti síðan þriggja stiga flautukörfu í öðrum leikhluta og þórsarar fóru með 13 stiga forystu þegar gengið var til búningsklefanna, 50:37.
Njarðvíkingar komu kolbrjálaðir til leiks í síðari hálfleik og allt annað var að sjá til þeirra. Logi Gunnarsson, Magnús Gunnars og Sitton fóru allir að spila eins og þeir eiga sér að vera. Aftur á móti gekk lítið sem ekkert í sóknarleik heimamanna. Sama hvað heimamenn reyndu, niður vildi boltinn ekki. Smá saman minnkuðu gestirnir forystu heimamanna og góður lokasprettur í 3. leikhluta komust Njarðvíkingar yfir 59:60 og þannig stóðu leikar er 4. og síðasti fjórðungurinn hófst.
Liðin skiptust á að skora, og jafnt var á öllum tölum lengi vel í fjórða leikhluta, allt stemmdi því æsispennandi lokamínútur. Hins vegar sýndu gestirnir í Njarðvík úr hverju þeir eru gerðir og settu niður mikilvæg skot þegar mest á reyndi. Þegar 2 mínútur voru eftir, setti Logi Gunnarsson mikilvægan þrist sem fór langt með leikinn og kom gestunum í 72:77. Eftir þristinn hjá Loga virtist draga örlítð af Þórsurum, þegar 50 sekúndur voru eftir leiddu Njarðvíkingar með 10 stigum eftir góðan sprett. Hins vegar gáfust Þórsarar ekki upp og náðu að klóra í bakkan en það var ekki nóg og Njarðvíkingar fóru með fimm stiga sigur af hólmi, 79:84.
Bæði lið eiga hrós fyrir góðan og skemmtilegan körfuknattleik. Hins vegar naga Þórsarar sig eflaust í handabakið, en Þórsarar spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik og Njarðvíkingar áttu í miklum erfiðleikum með heimamenn. En enn og aftur var þriðji leikhluti Þórsurum erfiður og lítið gekk hjá Þórsurum. Leikmenn á borð við Daniel Bandy, Konrad Tota og Guðmundur Jónsson hurfu nánast í seinni hálfleik. Hins vegar átti Jón Orri góðan leik og skoraði 18 stig í leiknum. Þórsarar sýndu þó í fyrri hálfleik að þeir geta spilað frábæran körfuknattleik en svo virðist sem þriðji leikhluti sé orðinn mjög sálrænn fyrir heimamenn. Njarðvíkingar voru lengi í gang í kvöld. Lítið gekk upp hjá þeim í fyrri hálfleik en þeir bættu það upp með góðum leik í þeim síðari. Heath Sitton, Logi Gunnarsson og Magnús Gunnarsson stígu allir upp í síðari hálfleik og settu niður mikilvæg skot fyrir gestinna. Hinn nýji leikmaður Njarðvíkinga, Faud Memcic átti fínan sprett og sýndi að hann er góður liðstyrkur fyrir Njarðvíkinga og mun eflaust reynast þeim vel þegar úrslitakeppninn hefst. Það verður fróðlegt að sjá Njarðvíkinga í úrslitakeppninni og verða þeir alls líklegir í þeirri keppni. Aftur á móti virðist ekkert ganga með Þórsurum þennann veturinn. Í kvöld þurftu stuðningsmenn liðsins að kveðja Cedric Isom og sást það langar leiðir hversu erfið kveðjustundin var fyrir Þórsara enda Cedric Isom dáður á Akureyri. Það var kannski lýsandi fyrir heppni Þórsara að eini stuðningsmaður Njarðvíkur í stúkunni hreppti gjafabréf frá Iceland Express í hálfleik. Þórsarar sýndu það þó í fyrri hálfleik að þeir geta alveg bjargað sér frá falli, en brekkan er brött og lítið má útaf bera.
Tölfræði leiksins
Sölmundur Karl skrifar frá Akureyri
Myndir: Rúnar Haukur Ingimarsson – www.runing.com/karfan
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



