spot_img
HomeFréttirNjarðvík sendi Íslandsmeistarana í sumarfrí

Njarðvík sendi Íslandsmeistarana í sumarfrí

Í dag, á óvenjulegum tíma klukkan 17:00, fór fram fjórði leikur Valskvenna og Njarðvíkur. Njarðvík leiddi fyrir leikinn 2-1 og með sigri færu þær í undanúrslitin. Það fór svo að Njarðvík vann nokkuð öruggan sigur og sendu Íslandsmeistarana í sumarfrí með góðum sigri 67-82

Það var ljóst í fyrsta leikhluta að Valskonur voru mættar til að knýja fram fimmta leikinn. Leikurinn í járnum nánast allan leikhlutann. Njarðvík þó með undirtökin og sýndu líka að þær vildu klára þetta hér og nú. Njarðvík fór með tveggja stiga forystu inn í annan leikhlutann 16-18.

Njarðvík náði svo aðeins að slíta sig frá Val í öðrum leikluta og þar má segja að Jana Falsdóttir hafi verið með smá sýningu, raðaði niður stigunum.  En Njarðvík náði smá forskoti undir lokin og fór með 12 stiga mun inn í hálfleikinn 32-44.

Valskonur mættu síðan ákveðnar til seinni hálfleiks, þrátt fyrir að Njarðvík væri að jarða þær í frákastabaráttunni, þá neyddist þær til að taka leikhlé þegar Valur náði að minnka muninn í 7 stig og stemmingin var greinilega Valsmegin.  Það virkaði vel því Njarðvík snéri stemmingunni við um leið og voru fljótt komnar með 14 stiga forskot og leikurinn fór að fjara út.  Njarðvík hélt vel á spilunum út leikhlutann og fóru með 18 stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann 48-66.

Valskonur komu  út í síðasta leikhlutann og ætluðu að reyna á að minnka niður forskotið, fóru að hitta ágætlega en það vantaði þá vörnina á móti og Njarðvík náðu alltaf að svara til baka. En það vantaði ekki ákefðina hjá Valskonum, sýndu mikið hjarta. En Njarðvíkurstelpurnar voru bara sterkari og sigldu þessu örugglega heim og unnu 67-82

Hjá Val Brooklyn Pannell stigahæst með 14 stig og Tea Adams einnig með 14 stig, vert er að geta ferska innkomu hjá Elísabetu Róbertsdóttir hjá Val. Selena Lott var stighæst hjá Njarðvík með 25 stig, Jana Falsdóttir var samt besti maður leiksins og skoraði 20 stig.

Vert er að geta að það var nokkuð góð stemming á pöllunum, heyrðist vel í þeim sem mættu, sem var bara óvenjugóð miðað við sérstakan leiktíma.

Núna eru Valskonur komnar í sumarfrí en Njarðvík mætir næst Grindavík í undanúrslitunum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -