spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaNjarðvík semur við miðherja

Njarðvík semur við miðherja

Njarðvík hefur samið við Sofia Roma fyrir yfirstandandi átök í Bónus deild kvenna.

Sofia er 188 cm 29 ára gamall miðherji sem er frá Púertó Ríkó, en er með ítalskt vegabréf. Sofia lék í háskólaboltanum í Bandaríkjunum þar sem hún er fædd og hefur alið manninn. Þá lék hún með liði Púertó Ríkó á Ólympíuleikunum í París 2024.

Njarðvík væntanlega að þétta teiginn eftir að miðherji þeirra Paulina Hersler meiddist á dögunum. Paulina mun vera handarbrotin og því verður hún ekki með liðinu næsta mánuðinn samkvæmt heimildum.

„Þegar ljóst var að Pau yrði lengi frá fórum við að skanna markaðinn aðeins vegna skorts á sentimetrum en markaðurinn er vægast sagt erfiður á þessum árstíma. Við vorum að leita að leikmanni sem gæti fittað vel í okkar leikstíl. Hlaupið með okkur, rúllað í boltahindrana leik, frákastað og varist vel. Við teljum Sofia Roma tikka í þessi box og hlökkum til að vinna með henni. Hún og Inga Lea manna miðherjastöðuna en við höfum verið ofboðslega ánægðir með innkomu Ingu Leu sem er einungis 16 ára en hefur sýnt hugrekki og dugnað eftir að hún fór af stað eftir löng og erfið meiðsli. Sofia kemur með reynslu í hópinn. Sofia var í hörku skólaprógrammi í USA, hefur spilað víða og er landsliðsmaður Púertó Ríkó,” sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkurliðsins í tilkynningu.

Fréttir
- Auglýsing -