spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaNjarðvík semur við Króata

Njarðvík semur við Króata

UMFN hefur samið við Mario Matasovic um að leika með liðinu á komandi vetri. Mario er fæddur 1993 og kemur frá Króatíu. Hann fékk snemma tækifæri í heimalandinu og lék sína fyrstu leiki í efstu deild veturinn 2009-2010, þá 16 ára gamall. Frá þessu er greint á heimasíðu liðsins í dag. 

 

Mario er 203 cm miðherji og var á sínum tíma t.d. í U18 ára landsliði Króata og það var einmitt á ferðalagi með þeim í USA sem að hann vann sér inn tækifærið á að komast í háskólaboltann.

 

Hann hefur dvalið undanfarin fimm ár í Bandaríkjunum í háskólaboltanum, fyrst með Western Michigan í tvö ár en færði sig svo til Sacret Heart í NEC conference þar sem að hann spilaði í tvö ár (redshirt í ár áður) og skilaði tæpum 12 stigum og 6,4 fráköstum í vetur og var með rúmlega 63% 2ja stiga nýtingu.  Hann var einnig fyrirliði hjá Sacret Heart í vetur. Von er á Mario til Njarðvíkur um mánaðarmótin ágúst/september.

 

Njarðvíkurliðið mætir nokkuð breytt til liðs í Dominos deildina á næstu leiktíð en Einar Árni Jóhannsson er tekinn við liðinu en Ólafur Helgi Jónsson og Jón Arnór Sverrisson eru komnir til liðs við Njarðvík. Þá er ljóst að þeir Ragnar Nathanelsson, Oddur Rúnar Kristjánsson og VIlhjálmur Theodór Jónsson yfirgefa liðið. 

 

Mynd / Matasovic leikur gegn finnska undrinu Lauri Markkanen í háskólaboltanum

 

Fréttir
- Auglýsing -