Leikjum kvöldsins er nú lokið. ÍR burstaði Breiðablik í Smáranum 107-84, Stjarnan heldur sigurgöngu sinni áfram með sigri á FSu 95-70 og eru taplausir eins og Njarðvík sem vann Fjölni 73-64 í Grafarvoginum. Í 1. deild karla vann Þór úr Þorlákshöfn Akureyrar Þór 85-73 á Akureyri.
Leikur Breiðabliks og ÍR var jafn og spennandi fram í fjórða leikhluta og þegar 8 mín voru eftir var staðan 80-84 fyrir ÍR og þá skoruðu ÍR ingar 12 stig í röð og breyttu stöðunni í 80-96 og eftir það skoruðu Blikar aðeins 4 stig og öll úr vítum. Nemanja Sovic var stigahæstur ÍR inga með 28 stig og tók að auki 10 fráköst. Stigahæstur Blika var Daníel Guðmundsson með 18 stig.
Í Garðabæ var aldrei vafi hvoru megin sigurinn myndi lenda, heimamenn náðu mest 36 stiga forystu og enduðu með 25 stiga sigri. Justin Shouse var stigahæstur þeirra með 26 stig en stigahæstur Selfyssinga var Chris Caird með 21 stig.
Í Grafarvogi var Chris Smith í miklum ham, skoraði 23 stig og tók 17 fráköst fyrir Fjölni en stigahæstur Njarðvíkinga var Magnús Gunnarsson með 20 stig.
Á Akureyri náðu Þorlákshafnarbúar fljótlega öruggri forystu sem Akureyringar náðu að minnka muninn í lokin. Zach Allender skoraði 32 stig fyrir Þór Þ. og tók 12 fráköst en stigahæstur heimamanna var Wesley Hsu með 15 stig.



